VL heildverslun ehf - Hverafold 138, 112 Reykjavík, Ísland- sími +354 517- 1300  [email protected]

 Angelcare 401 

 

Næmni skynjaraplötu

 

Næmni plötunnar er stillt á 3 sem á að henta flestum barnadýnum vel.

 

Hins vegar geta foreldrar prófað sig áfram með næmnina. Næmi 5 er mesta næmnin og getur platan því numið fótatak eða aðrar hreyfingar í umhverfinu en ekki einungis barnið.

Því hærri næmni því meiri skynjun. Minni næmni t.d. 1-3 minna svæði sem einblínt er á. 

 

 
Angelcare 401 leiðbeiningar hvernig stilla á foreldra og móðurtækin saman. 
 
  • Kveikja skal fyrst á foreldratækinu (exit) og halda inni MENU takkanum þar til píp hljóð heyrist.
  • Þá á að koma upp mynd af gervihnetti.
  • Því næst skal kveikja strax á móðurtækinu (tækið með hringnum) og halda inni takkanum sem er fyrir neðan hringinn (litli mjúki takkinn).
  • Þá eiga tækin að klikka saman með píp hljóði.
  • Ef það gerist ekki þá þarf að framkvæma þessa aðgerð aftur því ekki má líða langur tími á milli aðgerða. 
 
 
Angelcare 420 leiðbeiningar hvernig stilla á foreldra og móðurtækin saman.
 
 
  • Á foreldratækinu skal ýta á Channel takkann (CH) einu sinni. Þá ætti þetta tákn að birtast ‘- -‘ og  ‘In Range’ skjámynd blikka.
  • Ýtið því næst á Channel Selector (efsti takkinn) á móðurtækinu þar til ljós blikkar.
  • Nú er hægt að velja hvaða rás skal hafa með því að ýta á efsta takkann á móðurtækinu. 
  • Hvert sinn sem ýtt er á takkann þá færist rásin ofar. 
  • Þegar búið er að velja rás frá 1-8 skal ýta og halda inni efsta takkanum á móðurtækinu til að staðfesta rásina. Þá mun tækið hætta að blikka. 
  • Núna ættu tækin að tala saman eða vera búin að finna hvort annað. Ef truflanir koma fyrir þá má endurtaka þetta ferli og velja aðra rás.

   

 Angelcare 401 vandamál og lausnir
Vandamál
Orsakavaldur
Lausn á vandamáli
 
Fölsk aðvörun.
* Barnið tekið úr rúminu án þess að slökkt væri á tækinu.
* Snúran frá plötunni ekki nógu vel sett í móðurtækið.
* Platan nær ekki nógu góðu sambandi við dýnuna eða dýnan liggur ekki á sléttum fleti.
* Barnið sefur djúpum svefni eða hefur fært sig frá plötunni til enda rúmsins.
*     Slökktu á móðurtækinu
*     Sannreyndu tenginguna milli plötunnar og móðurtækisins. Taktu snúruna úr sambandi og settu aftur í samband.
*     Gakktu úr skugga um að það sé ekkert á milli plötunnar og dýnunnar. Platan verður að liggja á algjörlega sléttum fleti.
*     Gakktu úr skugga um að platan snúi rétt (áprentaða hliðin snúi upp). Endurstilla þarf ef til vill næmnina á plötunni.
 
Aðvörunarhljóð heyrist ekki.
*    Móðurtækið nemur hreyfingu þegar rúmið er snert/komið við.
*    Móðurtækið nemur hreyfingar  utan rúmsins svo sem vélknúin tæki, gegnum trekkur, vindur.
*    Næmni of mikil.
*     Forðist snertingu við rúmið á meðan tækið er í gangi.
*     Staðsetjið rúmið nálægt traustum vegg til að lágmarka hættuna á því að platan nemi utanaðkomandi hreyfingar.
*     Þú gætir þurft að minnka næmnina.
 
Ekkert hljóð heyrist.
*    Tækin eru of langt í burtu frá hvort öðru (“out of range” valmöguleikinn er ekki virkur á foreldratækinu).
*    Lítið eftir af rafhlöðunum eða þær eru ekki rétt settar í.
*    Straumbreytirinn er ekki nógu vel í sambandi eða rafmagnsinnstungan virkar ekki.
*    Slökkt er á öðru hvoru tækinu.
*    Færið tækin nær hvort öðru.
*    Athugið/skiptið um rafhlöður eða endurhlaðið rafhlöðurnar í foreldratækinu.
*    Athugið tenginguna eða skiptið um rafmagnsplögg.
*    Skoðið aftur hvort að bæði tækin séu ekki virk/kveikt á tækjunum.
 
Kemur ekki grænt ljós á móðurtækið
*    Straumbreytirinn er ekki nógu vel í sambandi við tækið eða að rafmagnsinnstungan virkar ekki.
*    Slökkt er á móðurtækinu.
*     Athugið tenginguna eða skiptið um rafmagnsplögg.
*     Færðu takkann sem er vinstra megin á tækinu upp.
 
Kveikt er á foreldratækinu en skjárinn sýnir “—“ og mynd af móðurtæki kemur á skjáinn.
*    Slökkt er á móðurtækinu.
*    Rafmagnsinnstungan er í ólagi.
*     Kveiktu á móðurtækinu.
*     Setjið tækið í samband við
  aðra innstungu
 
Heyrist mjög lágt hljóð milli tækja
*    Tækin eru of langt í burtu frá hvort öðru og slökkt er á “out of range” valmöguleikanum.
 
*    Annað eða bæði tækin eru staðsett nálægt stórum einingum af málmi.
*    Annað eða bæði tækin eru ekki í uppréttri stöðu.
*    Lítil rafhlaða er eftir.
*    Tenging milli foreldratækisins og móðurtækis er horfin.
*    Kveiktu á “out of range” valmöguleikanum eins og sýnt er á stigi 7
*    Færið tækin nær hvort öðru.
*    Setjið tækin í upprétta stöðu.
*    Setið tækin á sléttan flöt þar sem barnið nær ekki til.
*    Skiptið um rafhlöður eða endurhlaðið foreldratækið.
*    Tengið foreldratækið við móðurtækið eins og sýnt er á stigi 12.
 
Truflanir, skruðningar (truflun frá öðrum tækjum, síma, internetboxi, tölvu osfrv
*    Valin rás er ekki laus við truflanir.
*    Foreldratækið er staðsett nálægt vélknúnum tækjum, flúorljósum, sjónvarpi osfrv.
*    Veljið aðra rás eins og sýnt er á stigi 12.
*    Færðu  foreldratækið til eða færðu það frá orsakavaldinum.
 
Ískur (hátt hljóð kemur frá foreldratæki).
*    Tækin eru of nálægt hvort öðru.
*     Færðu tækin lengra frá hvort öðru (lágmark 3 metra)
*     Lækkaðu hljóðið á foreldratækinu.