VL heildverslun ehf - Hverafold 138, 112 Reykjavík, Ísland- sími +354 517- 1300  [email protected]

Angelcare 401

Angelcare barnavakt AC-401

 

    Svo að þú og barnið getið sofið rótt –

              Skynjaraplatan fylgist með öllum hreyfingum barnsins og lætur þig vita

           með hljóði hafi engin hreyfing er skynjuð í 20 sekúndur.

    Litríkur og skýr skjár –

               Skjárinn er hannaður með aðgengi og þægindi í huga.
           Litirnir tákna ástand og auðvelt er að sjá allar upplýsingar með því að renna yfir hann fljótt.

    Hitastigið í lagi –

              Innbyggður hitamælir fylgist með lofthita í herbergi barnsins og lætur þig vita

           þegar hann fer út fyrir sett mörk. Hvort sem það er of kalt eða of heitt.

    Engar áhyggjur –

               Sérstök stilling kveikir á eiginleika sem lætur þægilegt „tikk“ hljóð fara í gang.

                                                                               Með þessu getur þú fullvissað þig um að tækið virki þrátt fyrir að barnið sofi ljúft.

 

 

    Farðu á ferð og flug með móttökutækið –

               Það er með hleðslurafhlöðum og því
           algerlega óháð snúrum og köplum!

    Alltaf í sambandi –

               Drægnin er frábær á tækinu, allt að 200 metrar við góð skilyrði.
           Ef tækið missir samband lætur það þig vita – strax!

    Hljóðstilling –

               Skjárinn sýnir með litum hve há hljóðin úr barnaherberginu eru og hægt
           er að hækka og lækka stillinguna eftir þörfum. 

    Frábær ferðafélagi –

               Hægt er að nota tækið með rafhlöðum eða tengja beint í rafmagn.
           Þetta gerir tækið sérstaklega gott í ferðalög og sparar rafhlöður.

    Stundum má ekkert heyrast –

              Stilltu tækið á titring eða lækkaðu hljóðið
           sem það gefur frá sér án vandræða.

    Ekkert óvænt –

               Ólíklegt er að rafhlöður tækisins verði tómar þar sem tækið lætur þig vita
           þegar það er kominn tími til að setja þær í hleðslu.

    Ekkert suð og engar truflanir – 

               Tækin eru alveg laus við truflanir og suð og hægt er að velja um 8 rásir á tækinu
           til að tryggja bestu hljómgæðin. 

    Fallegt næturljós-

               Fallegt ljós blikkar á tækinu sem auðvelt er að sjá að næturlagi
           þegar gengið er inn í herbergið barnsins.

    Næmni plötunar- 

              Gerir þér kleift að stilla næmni plötunar eftir þínum 
          eigin þörfum frá 1-5. 
 

 Mikilvægt er að rafhlöðurnar í foreldratækinu séu settar réttar í svo tækið slökkvi ekki á sér þegar það er tekið úr hleðslustöðinni. Neðsta          rafhlaðan á að vera í gagnstæða átt við rafhlöðuna sem liggur fyrir ofan hana.

 

 ATH Ekki skal nota Angelcare plötuna/skynjarann út í vagni vegna hættu á að platan eyðileggist!


ATH! Börn hafa hengt sig í snúrum og er því gríðarlega mikilvægt að ganga frá snúrunni rétt. 

 

Hérna eru leiðbeiningar um hvernig ganga skal frá snúrunni með öryggishlífinni

Hérna eru leiðbeiningar um hvernig ganga skal frá snúrunni án öryggishlífar

Þeir sem vilja öryggishlíf yfir snúruna sem kemur úr plötunni og fer í móðurtækið geta nálgast það þar sem tækið var keypt.

 

 

Notkunarupplýsingar myndband 1 

 

 
Notkunarupplýsingar myndband 2 
 
 
Notkunarleiðbeiningar á pdf formi á íslensku má nálgast HÉR
 
Spurt og svarað á ensku má nálgast HÉR
 
 
0 kr.
Setja í körfu