Angelcare fyllingin er ætluð í Angelcare bleiufötuna.
Fyllingin er 1 langur poki sem er styttur og lokaður eftir þörfum. Ef losa á fötuna með einungis 1 bleiu í þá er hægt að hafa pokan bara utan um 1 bleiu en ef losa á fötuna með 10 bleium í þá er pokinn augljóslega lengri.
Meðalending fyllingarinnar er 5-6 vikur eða 180 bleiur. Það sem gerir þennan poka svona einstakan er að hann heldur lyktinni inni í pokanum þannig að lyktin berst ekki út úr bleiufötunni.