Buggy Lights ljósið er mjög þægilegt í notkun og auðvelt er að taka það af og setja á.
Ljósið passar á bæði vagna og kerrur, hlaupahjól, hjól og margt fleira.
Það fylgir gúmmí festing á ljósinu sem auðvelt er að krækja utan um t.d stýri, grind á kerru, hjálm, hlaupahjól osfrv.
Ljósin kom 2 saman í pakka og hægt er að velja um stöðugt ljós og blikkandi.
Ýta þarf framan á ljósið til að virkja það, einu sinni til fá blikkandi ljós, aftur fyrir stöðugt ljós og aftur til að slökkva.
Þessi ljós eru vatnsheld og fylgja rafhlöður með.
Hægt er að skipta um rafhlöður í ljósunum séu þau búin.
Litur: Hvítur eins og er en ljósin koma í fleiri litum seinna